Hvaða leikmenn eru orðaðir við Hauka?

HaukarFótbolti.net vinsælasta íþróttasíða Íslands birti í vikunni ítarlegan íslenskan slúðurpakka en þetta var annar slúðurpakkinn sem þeir birta eftir tímabilið. Eins og Fótbolti.net tekur fram kemur fram helsti orðrómur sem gengur í „bænum“ og þeir ítreka að þetta er bara orðrómur og ekkert staðfest er í þessum slúðurpakka.

Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Hauka og við ætlum aðeins að líta á það. Haukar og önnur félög mega ræða strax við leikmenn með samþykki núverandi félags þeirra en leikmenn sem renna út á samningi á árinu eða um áramót má byrja að ræða við beint 16. október og þá þarf ekki að ræða við núverandi félag leikmannsins.

Eins og fyrr segir hafa verið tveir slúðurpakkar og neðst í þessari frétt er hægt að nálgast þá.

Samkvæmt þessu er Kristján Ómar Björnsson leikmaður Þróttar á leiðinni til Hauka, en flestir Haukarar ættu að kannast við Kristján Ómar enda lék hann í fleiri ár með Haukum en gekk til liðs við Þrótt fyrir tveimur árum eftir að Haukar sigruðu 2.deildina. Það er mjög líklegt að Kristján Ómar semji við Hauka en hann var með það í samningi sínum við Þrótt að ef Haukar færu upp um deild eða Þróttur niður þá fengi hann að ræða við Haukana og það hefur bæði orðið að veruleika.

Tómas Leifsson leikmaður Fjölnis var sagður vera orðaður við Hauka en Tómas er uppalinn leikmaður FH en hefur leikið með Fjölni undanfarin þrjú ár. En árið 2006 lék hann einn leik með FH í Visa-bikarnum en spilaði ekkert meira það sumar árið áður hafði hann verið hjá Fjölni í 1.deildinni.

Í þessum sama slúðurpakka var einnig talað um að Guðjón Pétur Lýðsson væri orðaður við önnur úrvalsdeildarlið en hann mun þó að öllum líkindum halda áfram hjá Haukum en hann er spenntur fyrir næsta sumri eins en hægt er að lesa viðtal við hann á Haukasíðunni sem birt var á miðvikudaginn síðasta. Ásgeir Þór Ingólfsson er svo sagður vera undir smásjánni hjá Keflavík.

Í slúðurpakkanum sem birtur var á þriðjudaginn síðasta, 6.október eru þónokkur nöfn sem orðuð eru við Hauka. Þar á meðal er sagt að varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete sé þegar búinn að skrifa undir samning við Hauka. Engar fréttir af því hafa þó verið staðfestar.

Magnús Björgvinsson 22 ára leikmaður úr Stjörnunni er sagður vera á leiðinni í Hauka en hann spilaði 14 leiki með Stjörnunni í sumar og flesta leikina kom hann inn á sem varamaður. Hann skoraði þrjú mörk í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 61 meistaraflokksleiki fyrir Stjörnuna og skorað í þeim 10 mörk.

Markverðirnir Kjartan Sturluson hjá Val og Þórður Ingason hjá Fjölni  voru nefndir til sögunar. Kjartan er markvörður sem flestir ættu að þekkja enda búinn að spila nokkra landsleiki fyrir Ísland og leika lengi í úrvalsdeild með Val og Fylki. Hann hefur leikið með Val síðustu fimm sumur og þar áður með Fylki í þrjú ár. Einnig var hann að mála hjá liði í Skotlandi um tíma. Þórður er töluvert yngri en Kjartan en hann er fæddur árið 1988 og hefur alla sína tíð leikið með Fjölni hér á landi en hann var einnig á England þar sem hann var á láni hjá Everton árið 2006, þá aðeins 18 ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2004 þá aðeins 14 ára gamall. En hann hefur leikið als 69 leiki með Fjölni í meistaraflokki auk þess á hann 16 unglingalandsleiki á bakinu.

Þá er Hákon Atli Hallfreðsson leikmaður FH og Ásgeir Aron Ásgeirsson leikmaður Fjölnis einnig orðaðir við Hauka en Ásgeir Aron er orðaður við afar mörg félög, en hann er sonur Ásgeir Sigurvinssonar eins af betri knattspyrnu mönnum þjóðarinnar. Ásgeir ‘yngri’ hefur líkt og Þórður Ingason leikið allan sinn meistaraflokksferil í Fjölni og á hann að baki 82 leiki með Fjölni þar af spilaði hann 14 leiki með Fjölnisliðinu í sumar. Hákon Hallfreðsson er yngri bróðir Emils Hallfreðssonar og hefur alla sína tíð leiki með FH. Hákon er fæddur árið 1990 og því ungur að árum hann hefur fengið fá tækifæri með meistaraflokki FH og lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik í Íslandsmótinu á þessu ári.

Jóhann Ragnar Benediktsson miðjumaður Fjarðabyggðar var líkt og aðrir sem áður hafa verið nefndir orðaður við Hauka. Jóhann sem er 28 ára hóf meistaraflokksferil sinn hjá Keflavík tímabilið 2001 þegar úrvalsdeildin hét Símadeildin, hann lék með meistaraflokki Keflavíkur í tvö ár og fór svo til Grindavíkur í eitt ár en lék einungis fimm leiki með Grindavík það sumar. Hann spilaði svo ekkert næstu ár en byrjaði svo aftur 2006 með Fjarðabyggð og hefur leikið þar síðan. Hann sló svo í gegn í sumar og skoraði heil 12 mörk og þar á meðal eitt gegn Haukum í bikarnum í framlengingum úr aukaspyrnu langt utan af velli. Honum hlýtur að líka það afar vel að spila á gervigrasinu á Ásvöllum því hann skoraði einnig í deildinni gegn Haukum á Ásvöllum.

Þórhallur Dan Jóhannsson fyrirliði Hauka var svo að auðvitað nefndur til sögunnar en sögurnar segja að hann ætli jafnvel að taka eitt ár í viðbót með Haukum. Hann var einnig orðaður við ÍR og myndi þá verða aðstoðarþjálfari ÍR með FH-ingnum Guðlaugi Baldurssyni, hvernig blanda yrði það?

*Þessi frétt var einungis gerð til skemmtunar og undirritaður veit ekkert meira en hver annar hvort að þessar sögur séu réttar. Fréttir af félagskiptum í Hauka munu verða birtar við fyrsta tækifæri þegar af þeim kemur.

Slúðurpakki nr.1

Slúðurpakki nr.2