Hvítasunnuhlaup Almenningsdeildar Hauka 2024

Kæru hlaupafélagar, Hvítasunnunefnd, sjálfboðaliðar, aðstoðarfólk og starfsfólk Hauka.
Kærar þakkir fyrir frábæran undirbúning og framkvæmd á Hvítasunnuhlaupi Hauka 2024 sem fram fór í fínu veðri og frábærri stemningu. Alls tóku um 450 einstaklingar þátt í hlaupinu. Músík og  góð stemning var í brautinni og í  marki. Bestu þakkir til ykkar allra sem lögðu hönd á plóg, á einn eða annan hátt. Einlægar þakkir til starfsfólks Hauka sem og allra styrktaraðila sem studdu við bakið á okkur í þessu velheppnaða Hvítasunnuhlaupi.
Án ykkar væri ekkert hlaup ♥.

F.h. stjórnar,
Tryggvi