Ian Jeffs hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka um þjálfun meistaraflokks karla. Um er að ræða afar mikilvæga og spennandi ráðningu fyrir knatttspyrnudeild Hauka.
Frá vinstri. Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, og Ian Jeffs við undirskriftina. Ljósmyndari: Hulda Margrét ljósmyndari / photography
Jeffsy eins og hann er kallaður mun halda áfram uppbyggingu á meistaraflokki karla með það að markmiði að fara með liðið upp í Lengjudeildina.
Jeffsy þjálfaði síðast karlalið Þróttar frá Reykjavík með góðum árangri en hann býr yfir mikilli reynslu sem bæði þjálfari og leikmaður. Hann hefur t.d. þjálfað meistaraflokka karla og kvenna hjá ÍBV og verið aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Einnig hefur hann spilað yfir 270 meistaraflokksleiki frá því að hann kom til Íslands frá Englandi.
Haukar bjóða Ian Jeffs innilega velkominn á Ásvelli.