Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sl. miðvikudag var samþykkt tillaga um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Tillagan fjallar um breytta landnotkun á íþróttasvæði Hauka að Ásvöllum. Heimilt verður að byggja íbúðir á tilgreindu svæði sem áður var skilgreint sem íþróttasvæði. Gert er ráð fyrir að afrakstur framkvæmdanna renni til uppbyggingar íþróttasvæðisins, þ.m.t. byggingu knatthúss.
Tillagan fer nú í formlegt ferli athugasemda o.fl.