Breytingar á innheimtufyrirkomulagi hjá Knattspyrnudeild Hauka
Ágæta Haukaforeldri / forráðamaður,
Með þessu bréfi viljum við kynna breytingar á innheimtufyrirkomulagi okkar. Knattspyrnudeildin hefur séð sjálft um innheimtu æfingagjalda. Nú hefur verið ákveðið að taka upp samstarf við Landsbanka Íslands um útsendingu greiðsluseðla. Einnig hefur verið tekið upp samstarf við Intrum á Íslandi um innheimtu vanskilakrafna, með það að markmiði að halda kostnaði vegna innheimtuaðgerða í lágmarki. Framvegis munu bætast á vanskilaskuldir ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar og til að mæta þeim kostnaði sem verður af innheimtunni. Það er von okkar að þið sýnið þessum breytingum skilning.
Hægt er að semja um greiðsludreifingu á æfingagjöldum og er þeim sem óska eftir slíku bent á að hafa samband við Kristínu Þorvaldsdóttur hjá Landsbanka Íslands, Hafnarfirði.
Með bestu kveðju
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Hauka