Jón Erlendsson hefur tekið við sem formaður Knattspyrnudeildar Hauka af Jóni Birni Skúlasyni sem gegnt hefur formennsku í tæp 4 ár.
Jón Erlendsson hefur verið varaformaður deildarinnar síðustu tvö ár og sat í stjórn Barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar um nokkurra ára skeið. Jón hefur því víðtæka reynslu og þekkingu á störfum deildarinnar. Jón mun gegna starfi formanns fram til næsta aðalfundar sem verður haldinn í byrjun næsta árs.
Stjórn Knattspyrnudeildar Hauka þakkar Jóni Birni Skúlasyni fyrir ómetanlegt starf í þágu deildarinnar. Jón kveðst fara sáttur frá borði. „Til að sinna sjálfboðastarfi sem þessu þarf góðan tíma sem ég hef nú í mun minna mæli vegna anna í vinnu. Ég er þakklátur fyrir skemmtilega tíma og mun áfram liðsinna eftir bestu getu í þeim margvíslegu og skemmtilegu verkefnum sem framundan eru hjá Knattspyrnudeild Hauka.“
Stjórn Knattspyrdeildar Hauka skipa eftirfarandi:
Jón Erlendsson, formaður
Jónas Sigurgeirsson, ritari
Dröfn Sveinsdóttir, meðstjórnandi
Elfa Dögg Marteinsdóttir, meðstjórnandi
Elías Atlason, meðstjórnandi
Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs karla
Hugrún Árnadóttir, meðstjórnandi
Jóhann Unnar Sigurðsson, meðstjórnandi
Loftur Bjarni Gíslason, meðstjórnandi
Sigþór Marteinsson, meðstjórnandi
Unnur Magnadóttir, meðstjórnandi
Valborg Óskarsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna.