Jafnt á Selfossi

Haukar og Selfoss mættust í gærkvöldi í toppslag 1. deildar karla. Fyrir leikinn voru Selfyssingar á toppi 1. deildar en Haukar þremur stigum á eftir í 2. sæti. Með sigri hefðu Haukar skellt sér á toppinn.

Haukarnir hófu leikinn af krafti og komust í 0-2 með mörkum frá Ásgeiri Þóri Ingólfssyni og Pétri Ásbirni Sæmundssyni eftir 38 mínútna leik.

Refurinn gamli Sævar Þór Gíslason náði að minnka muninn fyrir Selfoss í 1-2 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og fóru Haukar með eins marks forystu inn í hléið.

Í seinni hálfleik náðu Haukar að verja forskotið alveg fram i lokin þegar Sævar Þór Gíslason skoraði aftur og jafnaði leikinn 2-2 á 89. mínútu. Sat þar við og stórmeistarajafntefli staðreynd.

Á heimasíðunni fotbolti.net er umfjöllun úr leiknum ásamt myndum og stuttu viðtali við Hilmar Trausta.

Mynd: Ásgeir Þór Ingólfsson skoraði fyrsta mark leiksinsstefan@haukar.is