Jafntefli á heimavelli gegn Akureyri

HaukarÍ kvöld gerðu Haukar og Akureyri jafntefli á Ásvöllum í 2.umferð N1-deildar karla en flautað var til leiks klukkan 18:30. Leikurinn endaði 24-24 eftir að staðan hafi verið 13-12 Haukum í vil í hálfleik.

Markahæstur í liði Hauka var Sigurbergur Sveinsson með sjö mörk og þó nokkur úr vítum. Næsti leikur Hauka er á laugardaginn kemur klukkan 16:00 þegar Pólverjarnir í Wisla Plock koma í heimsókn á Ásvellina. Sá leikur hefst klukkan 16:00.

 

Gestirnir að norðan byrjuðu leikinn betur og voru ávallt skrefinu á undan og voru 1-2 mörkum yfir lungan af fyrri hálfleiknum. Það var hinsvegar þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum sem Haukamenn sáu loks glufu á vörn Akureyringa sem var firnasterk í fyrri hálfleik og þá fóru hlutirnir að detta fyrir Hauka og náðu þeir að jafna og komast yfir með einu marki fyrir hlé.

 

Í seinni hálfleik náðu Haukar svo að auka forskotið í tvö mörk en lengra komust þeir ekki og Akureyringarnir náðu að jafna þegar skammt var til leiksloka. Þeir voru síðan ávalt skrefinu á undan síðustu mínútur leiksins og Haukar voru að elta. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka skoraði Sigurbergur Sveinsson úr víti og jafnaði þar með metin. Í næstu sókn Akureyringa sem var heldur löng fengu þeir algjört dauðafæri á línunni eftir að Birkir Ívar hafði varið lang skot en Birkir sem var mjög góður í leiknum og varði yfir 10 bolta í seinni hálfleik lokaði rammanum og Haukar fóru í sókn þegar 12 sekúndur voru eftir. Þeim tókst ekki að nýta sér þær sekúndur og þannig sat, 24-24 jafntefli niðurstaðan.

Eins og fyrr segir var Sigurbergur markahæstur með sjö mörk, Björgvin Hólmgeirsson gerði fimm sem og Pétur Pálsson. Einar Örn Jónsson gerði tvö mörk en þeir Guðmundur Árni Ólafsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Tjörvi Þorgeirsson, Elías Már Halldórsson og Heimir Óli Heimisson gerðu allir eitt markið hver.

Birkir Ívar Guðmundsson varði 16 bolta og Aron Rafn Eðvarðsson 7.