Haukar gerði 2-2 jafntefli gegn Víking Reykjavík í 1.deildinni í gær en liðin mættust á Ásvöllum. Haukarnir halda 2.sætinu þrátt fyrir að hafa gert jafntefli en Haukar eru nú með jafn mörg stig og HK í 2. og 3.sætinu. Næsti leikur er á mánudaginn næstkomandi einmitt gegn HK á Kópavogsvelli klukkan 18:00 og á þann leik er algjör skyldumæting. En að leiknum…
Víkingar komust yfir snemma leiks en þar var að verki Kristinn Jóhannes Magnússon. Víkingar bættu svo við öðru marki í seinni hálfleik þegar Daninn, Jakob Spangsberg skoraði með þrumu skoti.
Haukarnir gáfust ekki upp, Hilmar Rafn Emilsson minnkaði muninn fimm mínútum eftir annað mark Víkinga en Hilmar Rafn var einmitt að spila í glænýjum, bláum F30 skóm sem hann keypti í Adidas-búðinni í Kringlunni af Guðjóni Pétri Lýðssyni miðjumanni Hauka. Á síðustu mínútum leiksins jafnaði síðan varamaðurinn Garðar Ingvar Geirsson metin eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Jónmundi Grétarssyni sem var nýkominn inn á.
Skömmu áður hafði Ásgeir Þór Ingólfsson fengið að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar af leiðandi missir hann af stórleiknum á mánudaginn, en hann á einmitt afmæli á mánudaginn og verður 19 ára kallinn.
Hérna er hægt að sjá stöðuna í deildinni, en það er alveg ljóst að síðustu þrír leikirnir í deildinni verða þeir mikilvægustu í sögu knattspyrnunar hjá Haukum. En að sjálfsögðu tökum við bara einn leik í einu og það er einmitt eins og fyrr segir á mánudaginn, 31.ágúst gegn HK sem eru með jafnmörg stig og Haukar.
HK – Haukar
Mánudagurinn
31.ágúst
Klukkan: 18:00
Kópavogsvelli
ALLIR Á VÖLLINN!