Knattspyrnudeild Hauka og Jakob Leó Bjarnason hafa skrifað undir samning þess efnis að Jakob taki við þjálfun meistaraflokks kvenna. Tekur hann við keflinu af Kjartani Stefánssyni og Jóhanni Unnari Sigurðarsyni.
Jakob sem er fæddur árið 1985 hefur störf 1. október nk. en markmiðið með ráðningu hans er að halda áfram öflugri uppbyggingu meistaraflokks kvenna auk þess sem hann mun koma að fagstarfi yngri flokka stúlkna.
Jakob hefur verið þjálfari 2. flokks kvenna hjá Fylki sem er nú í 1. sæti A deildar Íslandsmótsins auk þess að gegna starfi yfirþjálfara. Áður starfaði Jakob sem íþróttastjóri og þjálfari hjá Þrótti Reykjavík.
Jakob lagði stund á íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands og er með UEFA B gráðu en mun ljúka UEFA A gráðu í vor.
Knattspyrnudeild Hauka þakkar þeim Kjartani og Jóhanni innilega fyrir afar ánægjulegt og skemmtilegt samstarf. Meistaraflokkur kvenna náði náði frábærum árangri undir þeirra stjórn á síðast liðnu keppnistímabili þar sem liðið tryggði sér sæti í Pepsí deildinni. Þó svo að úrslitin í sumar hafi verið undir væntingum þá spilaði Hauka-liðið fótbolta í sumar enda er markmiðið að byggja upp öflugan meistaraflokk hjá félaginu. Þess ber að geta að árangurinn í sumar er ekki ástæða þess að Kjartan og Jóhann láta af störfum.