Janus Daði Smárason og Brynjólfur Snær Brynjólfsson hafa framlengt samning sinn við félgið til ársins 2017.
Janus Daði kom til Hauka fyrir síðasta tímabil frá Danmörku og hefur á þessum stuttu tíma stimplað sig rækilega inn í Olís deildina. Janus Daði hefur vaxið mikið á þessum stutta tíma og hefur verið mikilvægur hlekkur í sterkri liðsheild Hauka. Hann hefur sprungið út í vetur og var valinn í æfingahóp hjá A-landsliðinu fyrr í vetur.
Brynjólfur Snær er upphalinn hjá félaginu og hefur vaxið mikið sem leikmaður í vetur. Hann hefur leikið mjög vel á þessu tímabili og höfum við fulla trú að hann eigi fljótlega eftir að stimpla sig inn sem einn af betri hornamönnum deildarinnar.
Það eru svo sannarlega ánægjulegar fréttir að þessir tveir leikmenn hafi framlengt samning sinn við félagið.