Jón Freyr og Tómas Leó semja við knattspyrnudeild Hauka

Jón Freyr Eyþórsson og Tómas Leó Ásgeirsson hafa samið við knattspyrnudeild Hauka og býður stjórn deildarinnar þá innilega velkomna í félagið og eru bundnar miklar vonir við þá á komandi tímabili og á næstu árum.

Hinn tvítugi Jón Freyr er markvörður sem varði mark KH í fyrra en hann er uppalinn hjá Val og spilaði með þeim upp alla yngri flokkana.  Hann á að baki 15 leiki í meistaraflokki.

Tómas Leó er 21 árs gamall sóknar- eða vængmaður sem er uppalinn í Sindra og hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu en hann byrjaði að spila í meistaraflokki aðeins 16 ára gamall.  Tómas er gríðarlega sterkur í föstum leikatriðum og skoraði hann 5 mörk á síðasta leiktímabili beint úr aukaspyrnum. Á síðustu leiktíð spilaði Tómas 19 leiki með Sindra  og skoraði 11 mörk og var á meðal markahæstu leikmanna 3 deildar.

 

Jón Freyr Eyþórsson og Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla.

Tómas Leó Ásgeirsson og Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla.