Körfuboltabúðir Hauka um páskana

Haukar

Körfuknattleiksdeild Hauka verður með körfuboltabúðir dagana 18. – 20. apríl fyrir yngstu aldurshópana í páskafríinu hjá grunnskólunum. Þessar æfingabúðir miðast við aldurshópinn sem er í 1. – 7. bekk (6 – 12 ára).
Æfingartíminn er frá 13:00 – 16:00 en búðunum mun verða aldursskipt. Í yngsta aldurshópnum mun verða farið í grunnatriði körfuboltans auk þess að fara í leiki. Fyrir eldri krakkana verður farið í grunnatriði körfuboltans og settar upp keppnir og körfuboltaþrautir sem reyna á tækni og kunnáttu.

Yfirþjálfari búðanna verður Ívar Ásgrímsson yfirþjálfari kkd. Hauka og honum til aðstoðar verða bæði þjálfarar yngri flokkanna og leikmenn mfl. karla og kvenna. Leikmenn mfl. munu koma síðasta daginn og sýna flotta takta svo sem flottar troðslur. Þá fá krakkarnir líka að reyna sig í ýmsum þrautum og gegn leikmönnum mfl.

Skráning í búðirnar er á ivar@haukar.is og er síðasti skráningardagur föstudaginn 15 apríl. Munið að setja nafn, fæðingarár og síma foreldra. Verð er kr. 4.000 og er afsláttur fyrir systkini (2. barn 50% gjald og 3ja barn frítt).

Nú er um að gera að skrá sig og taka þátt fjölbreyttu og skemmtilegu íþróttastarfi Hauka.