Kári Jóns meiddist á æfingu með landsliðinu.

Kári Jóns landsliðsmaður úr röðum Hauka meiddist nokkuð illa á þumalfingri á æfingu með landsliðinu á miðvikudag og er kominn í gifs.

Kári virðist hafa fengið högg þannig að átak hafi komið á sin sem hafi haft þær afleiðingar að flísast hafi úr beini á þumalfingrinum. Ljóst er að Kári muni missa af síðustu þrem deildarleikjum Haukaliðsins en allt mun verða gert til þess að koma honum í lag fyrir úrslitakeppnina sem hefst um miðjan mars.

Ljóst er að þetta hefur áhrif á topplið Dominos deildarinnar þar sem Kári hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar og Hauka.
Er þetta farið af minna töluvert á er Kári lék hér á landi síðast og Haukar komust alla leið í úrslit, en þá varð liðið fyrir hverju áfallinu á eftir öðru en hópurinn stóð þá raun af sér og komst alla leið í úrslit. Kári missti þar af öllum leikjum í fyrstu umferð vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í fyrsta leik á móti Þór Þ. og svo missti hann líka af úrslitaviðureigninni á móti KR eftir að hafa snúið ökklann í byrjun fyrsta leik í úrslitinum. Að auki var erlendur leikmaður liðsins dæmdur í leikbann og missti þar af leiðandi af tveim leikjum í úrslitakeppninni. Haukaliðið sýndi þar gríðarlegan styrk og nú er bara að gera það sama og þjappa sér saman og tryggja sér deildarmeistaratitilinn.