Katrín valin í landsliðið.

Karín Ósk Tómasdóttir úr Skákdeild Hauka hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni barna og unglinga sem fram fer í Prag í lok ágúst.

Katrín er fædd 2014 og byrjaði að æfa skák hjá Haukum í febrúar á þessu ári.

Á þesum stutta tíma hefur Katrín náð eftirtekar verðum árangri, td varð hún efst stúlkna í sýnum aldurflokki á Stúlkna og drengja Meistaramóti Reykjavíkur og varð fyrst Hafnfirskra súlkna til að vinna keppnisrétt á Landsmóti Íslands í skólaskák.

Skákdeild Hauka óskar Katrínu til hamingju með landsliðssætið og óskum henni bjartrar framtíðar í skákinni.

Skákdeild Hauka verður með sumarnámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar. Sjá Sportabler.

https://www.abler.io/shop/haukar/sumarskoli/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkyNzU=