Haukar hafa gengið frá ráðningu á nýjum erlendum leikmanni, en Stephen Madison var látinn fara í síðustu viku og spilaði ekki síðasta leikinn í deildinni á móti Hetti, sem Haukar unnu nokkuð sannfærandi.
Nýji leikmaðurinn heitir Brandon Mobley og kemur frá nokkuð þekktum körfuboltaskóla, Seton Hall. Seton Hall spilar í hinni sterku Big East deild en þar eru t.d. tvö lið sem Haukar spiluðu á móti í ágúst í Róm, Georgetown og Marquette.
Mobley er 6’9 (205 cm) að stærð og um 100 kg að þyngd. Haukar búast við miklu af nýjum leikmanni en ljóst var að það þurfti sterkari leikmann í kringum teiginn, bæði sóknarlega og varnarlega.
Mobley er stór, fljótur og hefur gott skot, en er fyrst og fremst þekktur fyrir góðan varnarleik en hann var mikill leiðtogi í sínu liði. Mobley var með um 10 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik og þykir það nokkuð gott í þessum sterka riðli. Aftur á móti er ljóst að hann er að koma beint úr skóla og því vantar honum einhverja reynslu. Mobley hefur haldið áfram að æfa með Seton Hall eftir útskrift og á að vera í topp formi.
Hægt er að sjá meira um drenginn á eftirfarandi slóðum:
http://www.hoopslist.net/Brandon%20_Mobley.html
hér má sjá viðtal við kappan
hér má sjá statt öll fjögur árin í Seton Hall