KKK í viðtali, Haukar – Fram á morgun

Eins og við höfum áður greint frá hér á síðunni fer fram fyrsti leikur Hauka og Fram í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, fimmtudag. Leikurinn verður leikinn allur á Ásvöllum og hefst hann tímanlega klukkan 19:30.

Fyrr í dag birtum við viðtal við Frey Brynjarsson sem var valinn í úrvalslið seinni umferðarinnar í N1-deild karla. Nú er komið að línukónginum, Kára Kristjáni Kristjánssyni en eins og margur veit þá er hann að fara leika sitt síðasta tímabil með Haukum að sinni en hann er á leiðinni út í atvinnumennsku. Við spurðum Kára út í leikinn á fimmtudaginn og svo aðeins út í framtíðina hjá honum.

 

Eins og fyrri daginn er Kári Kristján með húmorinn í fyrsta sæti þegar kemur að því að svara spurningum blaðamanna. Og hann var ekki lengi að svara einhverju rugli, gefum Kára Kristjáni orðið: 

 

Ég reikna ekki með neinu öðru en að menn mæti bara í sandölum og ermalausum bol í úrslitakeppnina. Þetta verður stórkostleg skemmtun,“ sagði Kári aðspurður hvernig liðið væri stemmt fyrir leiknum á morgun og hann hélt áfram, „Ef maður ætlar að vinna dolluna, þá þarf maður að vinna alla sína leiki. Þannig að það skiptir engu hverjir verða á okkar vegi, við ætlum að vinna alla og taka því sem höndum ber.

 

Í viðtalinu við Frey sem birt var á síðunni fyrr í dag spáði Freyr Valsmönnum sigri í hinu einvíginu en Kári myndi frekar tippa á HK „ Ég er hörmulegur tippari en ég myndi setja peningana mína á HK.“

Næst spurðum við Kára út í framtíðina en það er orðið ljóst að hann mun ekki leika með Haukum á næsta ári, við spurðum hann því að því hvort það verði ekki erfitt að yfirgefa Ásvellina ?

„Jú, það verður erfitt að yfirgefa klúbbinn, þar sem ég er búinn að springa út sem leikmaður og kominn á þann stað sem ég er í dag. Tíminn hjá Haukum hefur verið frábær og fólkið alveg stórkostlegt og hef ég unnið allt á Íslandi sem hægt er að vinna að undanskildum bikarmeistaratitli, en hann kemur bara seinna,“ sagði Kári og að sjálfsögðu myndi hann þá koma með Haukum býst undirritaður við.

Næst báðum við hann aðeins að segja okkur frá þessu liði sem hann er að fara til, „Já, ég er semsagt að fara til Sviss til liðs sem heitir ekki minna nafni en Amiticia Zurich en þetta er lið sem er eitt af tveim bestu liðunum í Sviss og eru ríkjandi meistarar bæði í deild og bikar. Þeir eru einnig komnir í undanúrslit í Evrópurkeppni bikarhafa og eru helvíti byssulegir að mér finnst. Ég bind miklar vonir við að lyfta mínum leik á hærra plan og lifa lífinu þar sem að vinnan mín verður eingöngu að henda bolta,“ og að sjálfsögðu vonum við að þessi bolti mun oftar en ekki enda í marki andstæðingsins. 

Síðasta spurningin var stutt og einföld. Kemur ekki bara eitt til greina hjá KKK, það er að klára tímabilið hjá Haukum með Íslandsmeistaratitli ? og svarið hjá KKK var í líkingu við spurninguna, stutt og einfalt „Ég mun leggja líkama og sál 100% í að yfirgefa Ásvellina með því að hafa skilað enn einni dollunni í glerbúrið hans Baumruk niður í afgreiðslu.“

Við þökkum Kára Kristjáni fyrir þetta. Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á Ásvelli á morgun og hjálpa strákunum að vinna inn enn eina dolluna fyrir Hauka þetta árið.

Haukar – Fram klukkan 19:30 á morgun, fimmtudag á Ásvöllum.

 

 


 

 

 

reikna ekki með neinu öðru en að menn mæti bara í sandölum og ermalausum bol í úrslitakeppnina. þetta verður stórkostleg skemmtun

<!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} @font-face {font-family:Verdana; panose-1:2 11 6 4 3 5 4 4 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1593833729 1073750107 16 0 415 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman","serif"; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-fareast-theme-font:minor-latin;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; font-size:10.0pt; mso-ansi-font-size:10.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->