Knattspyrnuakademía Wimbledon og Hauka

Öðru námskeiði af þremur í Knattspyrnuakademíu Wimbledon og Hauka lýkur laugardaginn 19. júní. Um 50 krakkar á aldrinum 9-15 ára hafa sótt akademíuna þessa viku og er það metaðsókn. Æfingar hafa tekist mjög vel undir stjórn Martyns Heather. Hann hefur verið mjög sáttur við hve krakkarnir hafa verið fljótir að læra eða tileinka sér nýjar útfærslur af knattspyrnutækni. Krökkunum er þökkuð þátttakan og óskað alls hins besta í mótum og æfingum sumarsins.

Knattspyrnuakademía Wimbledon og Hauka

Laugardaginn 12. júní lýkur 1. viku knattspyrnuakademíu Wimbledon og Hauka. Óhætt er að segja að þátttaka á 1. námskeiði hafi farið fram úr björtustu vonum en um 30 krakkar/unglingar hafa sótt akademíuna á aldrinum 9/10 – 15 ára. Janus, Daði Rafnsson, Ryan og Luke hafa kennt á 1. námskeiði. Þátttakendum eru færðar bestu kveðjur fyrir að vera einstaklega duglegir og skemmtilegir. Hér hafa verið á ferðinni framtíðar afreksmenn knattspyrnudeildar Hauka.

Æfingar í Akademínunni hafa verið erfiðar og krafist bæði líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar færni. Nýjar æfingar hafa litið dagsins ljós hjá ungum iðkendum sem þeir haf leyst með sóma. Það er greinilegt að vel hefur verið að þjálfun í yngri flokkum kn.deildar Hauka staðið því krakkarnir hafa verið vel með á nótunum. Iðkendur hafa verið fljótir að tileinka sér nýjar og flóknar æfingar. Á myndinni má sjá yngri hóp Akademíunnar ásamt kennurum á næstsíðasta námskeiðsdegi fyrsta námskeiðs.

Önnur námskeiðsvika af þremur er þegar að verða fullbókuð. Hún hefst mánudaginn 14. júní kl. 13:00 a Ásvöllum. Aðeins eru teknir inn 30 iðkendur á hvert námskeið. Aðalkennari á 2. námskeiði Akademíunnar verður Martyn Hyther. Enn eru laus pláss á þriðja námskeiði Akademíunnar, 21. – 25. júní. Aðalkennari verður Paul Mortimer, unglingaþjálfari F.C. Wimbledon og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu með Aston Willa, West Ham og Wimbledon. Iðkendur úr 3. og 4. flokki karla og kvenna eru sérstaklega hvött til að skrá sig á þetta námskeið. Iðkendur úr öðrum félögum er einnig velkomnir.