Luka Kostic er í forsvari fyrir nýtt fyrirtæki Ask – Luka ehf sem býður upp knattspyrnuþjálfun í einstaklingsatriðum bæði fyrir stelpur og stráka. Hefjast fyrstu námskeið nk. sunnudag 8.febrúar og eru skráningar nú þegar hafnar í gegnum vefsíðuna www.askluka.is.
Félagið ætlar að aðstoða unga og metnarðarfulla knattspyrnuiðkendur við að bæta sig tæknilega, námskeiðin eru eingöngu hugsuð til að styrkja leikmenn en hafa ekki truflandi áhrif á leikkerfi eða þjálfun hjá félagsliðunum. Fjöldi leikmanna hefur farið í gegnum Luka prógrammið meðal annars mjög margir af núverandi leikmönnum íslenska A karla landsliðsins.
Luka Kostic er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára, knattspyrnuþjálfara menntun sótti Luka hér á landi (KSÍ), einnig hefur hann sótt margar ráðstefnur um knattspyrnu á vegum UEFA og á vegum landsliðsþjálfara Skandinavíu. Luka hefur langa reynslu af þjálfun en hann hefur m.a. verið landsliðsþjálfari U-17 & U-21, þjálfaði meistaraflokka: Þór A., Grindavík, KR, Víking og Hauka ásamt yngri flokkum KR og Hauka, ásamt einstaklings þjálfun hjá KR. Frá 2009 rak Luka ásamt Magnúsi Gylfasyni fyrirtækið Knattspyrnuþjálfun ehf – fyrirtæki sem sérhæfði sig í einstaklings þjálfun í knattspyrnu.