Haukar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Símabikars karla í handbolta eftir öruggan sigur á Gróttu á mánudagskvöldið. Lokatölur urðu 26-18. Haukar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Leikirnir í 8-liða úrslitum fara ekki fram fyrr en 10. febrúar næst komandi þar sem framundan er jólafrí og svo HM í janúar.