Haukarnir eru komnir með bakið uppvið vegginn fræga og þurfa nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí í kvöld.
Í síðasta leik spiluðu Haukarnir vel, þrátt fyrir að byrja illa og voru í miklum vandræðum sóknarlega í fyrsta leikhluta. Liðið var samt að skapa sér færi en leikmenn brenndu af opnum færum og t.d. fóru 4 sniðskot forgörðum. En Haukarnir eru með gott lið og þeir létu þetta ekki slá sig útaf laginu, heldur bættu í og í öðrum leikhluta fór sóknin að smella inn. Finnur tók flotta rispu og staðan var jöfn í hálfleik. Haukar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og leiddu leikinn alveg fram undir lok fjórða, en þá fóru stóru skot KRinga og villuvandræði Hauka að segja til sín og KR náði naumu forskoti sem þeir létu ekki af hendi.
Haukarnir börðust vel en vantaði smá trú í lokin. Nú er bara að fara í Vesturbæinn og knýja fram sigur, þá þurfa KRingar að koma aftur í fulla Schenkerhöll og pressan færist yfir á þá.
Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna í DHL höllina og hvetja strákana til sigur. Oft er þörft en nú er nauðsyn.
Áfram Haukar.