Kristján Óli Sigurðsson í Hauka

Haukar

Kristján Óli Sigurðsson skrifaði í vikunni undir eins árs samning við Hauka. En hann kemur til félagsins frá Reyni Sandgerði þar sem hann spilaði 21 leik í 2.deildinni og í bikarkeppninni og skoraði fimm mörk.

Kristján er því annar Kristján-inn sem gengur til liðs við Hauka fyrir tímabilið því fyrir áramót kom Kristján Ómar Björnsson aftur heim. Kristján er 29 ára gamall kantmaður og hefur hann æft með Haukum að undanfarnar vikur og leyst Andra Marteinssyni vel á kauða og því varð að félagsskiptunum.

Kristján Óli lék í mörg ár með Breiðablik áður en hann gerðist spilandi þjálfari hjá Hvöt sumarið 2008. Hann gekk síðan til liðs við Selfoss um mitt sumar 2009 og spilaði þar 10 leiki í 1.deildinni. Hann ákvað síðan að leika með Reyni á síðasta tímabili eins og fyrr var getið. 

Við óskum Kristján Óla velkomin til Hauka og treystum á að hann muni styrkja lið Hauka í sumar.