Kristján Gunnarsson til Hauka

Kristján Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka.
Kristján er virkilega spennandi leikmaður sem Haukar hafa verið að fylgjast með í nokkur ár. Hann er fæddur 2002 og er sókndjarfur hægri bakvörður með gríðarlega mikinn hraða og hlaupagetu.
Kristján er uppalinn í Breiðabliki. Hann hefur einnig spilað með Augnabliki og Elliða, en hann lék með síðarnefnda liðinu í 3. deildinni í sumar.
Kristján stundar í dag nám við hinn virta Harvard-háskóla og spilar þar knattspyrnu.
Haukar eru virkilega spenntir fyrir því að fá Kristján til liðsins og búast við miklu af honum í framtíðinni.

Kristján Gunnarsson – Mynd: Hulda Margrét