Kvennalið Hauka í fótbolta fer vel af stað í deildinni

 Stelpurnar í mfl. í fótboltanum ásamt þjálfurum Haukastúlkur í fótboltanum fara vel af stað í sumar. Þær hafa spilað tvo leiki í deildinni, báða heima, og haft sigur. Fyrst gegn Völsungi 3 – 0 og síðan gegn Fram 1 – 0. Þeim gekk aftur á móti ekki eins vel í Valitor bikarnum en 1. júní léku þær heima gegn Selfossi og lutu í lægra haldi 0 – 2. Næsti leikur hjá þeim er á laugardaginn, 11. júní, gegn Tindastóli og hefst hann kl. 14.00 á Sauðárkróksvelli. Leikjadagskrá hjá stelpunum má sjá með því að smella á þessa krækju frá KSÍ

 

Haukar – Völsungur, 29. maí, 3 – 0.

Haukastúlkur í fótboltanum léku sinn fyrsta leik í sumar gegn Völsungi frá Húsavík. Þessi leikur var heimaleikur Hauka og var leikinn 29. maí sl. Haukastúlkur höfðu gott vald á leiknum og fyrri hálfleik spiluðu Haukar með vindinn í bakið og nýttu sér það svo sannarlega og keyrðu strax á Völsunga. Á þriðju mínútu skoraði Brooke Barbuto mark. Á sjöundu mínútu koma næsta mark Hauka en þá skoraði Lovísa Einarsdóttir og það má segja að Völsungar hafi ekki vitað hvaðan á þær stóð veðrið. En eftir mark Lovísu náðu þær áttum og komu skipulagi á vörnina. Staðaðan í hálfleik var 2 – 0. Haukar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og sóttu stöðugt. Á sjötugustu og fimmtu mínútu varð góður markmaður Völsungs að taka boltann í þriðja sinn úr netinu eftir að Brooke skoraði sitt annað mark. Haukar voru einum færri síðustu tíu mínúturnar þar sem Lovísa fékk sitt annað gula spjald og þurfti að fara af velli. Liðið var að standa sig mjög vel og margar stelpur komu til greina sem maður leiksins en flest atkvæði fengu Bruooke og Ellen Þóra sem var að leika sinn besta leik fyrir liðið í langan tíma og var vel að því komin að vera valin maður leiksins.

Ellen Þóra

Sædís Kjærbech Finnbogadóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Haukar – Selfoss, 1. júní, 0 – 2 (Valitor bikarkeppnin).

Brooke  Barbuto var valin maður leiksins í bikarleik þar sem Haukar fengu Selfoss í heimsókn. Það var jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínúturnar en þá lenti Marcela  Franco í slæmu samstuði og tók það um tíu mínútur að gera hana leikfæra á ný. Á þessum tíma ná Selfoss-stelpur að skora mark og halda hreinu út hálfleikinn. Við Haukamenn treystum því að okkar stelpur næðu að jafna í seinni hálfleik og þær fengu tækifæri til þess sem ekki nýttust. En Selfossliðið náði að opna vörnina upp á gátt og skora annað mark. Þá var á brattann að sækja fyrir Hauka og allur kraftur úr of mörgum leikmönnum sem töldu að öll von væri úti. Brooke var á öðru máli og barðist út um allan völl fram á síðustu mínútu. Því kom það ekki á óvart að hún væri valin maður leiksins. Þá var Sara Elnicky líka að spila vel fyrir liðið. Við erum með Selfossi í riðli í Íslandsmótinu og eigum því eftir að keppa við þær tvisvar enn. Þær eru með vel skipulagða vörn og góðan framherja. Haukar geta farið óhræddir í þá leiki, þó að þessi hafi tapast 0–2 að því gefnu að allir gefi sig í leikinn.

Brooke Barbuto

 Haukastúlkur sækja að marki Selfyssinga í leiknum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haukar – Fram, 4. júní, 1 – 0.

Um síðustu helgi komu Framstúlkur í heimsókn á Ásvelli. Þrátt fyrir að Haukar væru stöðugt í sókn þá vörðust gestirnir vel og með ólíkindum að leikurinn skyldi „bara“ fara 1 – 0 fyrir Hauka. Markið skoraði Marcela Franco í fyrri hálfleik. Stelpurnar virkuðu áræðnar og léku vel en engin betur en Sara Rakel Hlynsdóttir sem var valin maður leiksins.

Sara Rakel Hlynsdóttir maður leiksins í góðum 1 - 0 sigri gegn Fram

 Marcela Franco markaskorarinn í leiknum