Haukar hafa löngum státað af öflugum sjálfboðaliðum sem hafa lagt fram ómælda vinnu fyrir félagið sitt. Fyrir nokkrum árum bættist í hóp sjálboðaliðanna afar öflugur hópur heldri manna sem við völdum að kalla lávarða. Þótti auðvitað sjálfsagt að deild þessarar höfðingja bæri nafnið Lávarðadeild Hauka. Hlutverk félaga í Lávarðadeildinni er að flytja bíla fyrir Bílaleiguna Höldur og njóta Haukar góðs af vinnu þeirra. Ísland hefur aftur verið að rísa eftir Covid 19 og stöðugt fjölgar þeim ferðamönnum sem til landsins koma og því hefur verið nóg að gera í bílaflutningum undanfarna mánuði. Þannig hafa lávarðarnir mætt hér á Ásvöllum kl. 8 að morgni til að flytja bíla sem aldrei fyrr. Ef einhver hefur áhuga á að komast í þennan góða hóp og leggja sitt af mörkum fyrir Hauka þá er ekkert annað en að hafa samband við Magga Gunn í síma 665-8910 og skrá sig í hópinn.
Læt hér fylgja mynd af glaðbeittum lávörðum í leik og starfi.
Áfram Haukar.