Leikmannakynning: Óskar Ingi Magnússon

Leikmannakynningin heldur áfram og næstur í röðinni er Óskar Ingi Magnússon.

Nafn: Óskar Ingi Magnússon

Staða: Leikstjórnandi

Hæð:
194cm

Aldur:
23 ára

Er gott að vera á Ásvöllum?
Lang best

Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig?
  Lærði aldrei að halda „rétt“ á skeið og held ennþá „vitlaust“ þegar ég borða

Saknar þú Fjalars?
Að sjálfsögðu, betra efni hefur aldrei komið út á prenti

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?
Vinna

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Vinna ekki

Hvernig verður tímabilið 2009-10?
Það verður mjög gott, ætlum að koma okkur upp úr þessari deild