Þá er komið að Arnari Hólm.
Nafn: Arnar Hólm Kristjánsson
Staða: 3 eða shooting-guard
Hæð: 190 cm
Aldur: 20
Er gott að vera á Ásvöllum? Best i heimi, þetta er eiginlega annað heimilið mitt.
Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Ég er ekki rauðhæður í alvöru. ég hef bara alltaf litað það þannig. 🙂
Saknar þú Fjalars? Já…..
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Að vinna Ella í skotæfingunum(skotkeppni milli okkar)
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum? Að tapa á móti Ella en það gerist bara 1 sinni á mánuði.
Hvernig verður tímabilið 2009-10? Það verður mjög gott, við erum búnir að æfa mjög vel í undirbúningstímabilinu.