Leikmannakynning: Marel Örn Guðlaugsson

Nú líður að því að tímabilið í körfuboltanum hefjist og í tilefni að því munum við vera með létta leikmanna kynningu á leikmönnum meistaraflokkanna.

Við byrjum á leikmönnum í karlaliðinum og fyrstur í röðinni er aldursforseti liðsins Marel Örn Guðlaugsson.

Nafn: Marel Örn Guðlaugsson

Staða: Framherji

Hæð: 194 cm

Aldur: 37 ára

Er gott að vera á Ásvöllum? Aðstaðan er ein sú besta á landinu.

Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Líklega mitt síðasta tímabil með meistaraflokki.

Saknar þú Fjalars? Fjalar var alltaf góður og mætti gjarnan birtast aftur.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?
Rúlla upp guttunum í keppni

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
Tapa fyrir guttunum, sem gerist sem betur fer mjög sjaldan

Hvernig verður tímabilið 2009-10?
Skemmtilegt, ætlum okkur að fagna sigri í 1. deildinni að vori.