Leikmannakynning: Sveinn Ómar Sveinsson

Næstur í leikmannakynningu er Sveinn Ómar Sveinsson

Nafn:  Sveinn Ómar Sveinsson

Staða: Framherji

Hæð: 188cm

Aldur:  28

Er gott að vera á Ásvöllum?
  Sehr gut

Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig?
  Ég hef aldrei á ævinni lesið skáldsögu né bók sem fjallar ekki um íþróttir.


Saknar þú Fjalars?
  Gríðarlega!!!

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?
  Spila að sjálfsögðu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum?
  Áttan er það leiðinlegasta og tilganglausasta sem til er í körfubolta! Hvenær hleypur maður áttu í leik? Ég hef einu sinni séð körfuboltalið hlaupa áttu og það var Harlem Globetrotters og þeir spila alltaf á móti liði sem fær borgað fyrir að tapa á móti þeim.

Hvernig verður tímabilið 2009-10? 
Vonandi verður líkaminn í lagi en ég veit að við förum beint upp í úrvalsdeild annað væri skandall.