Stutt & Laggott (Samtal)
Hann; Heyrðu, ætlar þú ekki að skella þér á leikinn á laugardaginn ?
Hún; Hvaða leik ?
Hann; Nú auðvitað Haukar Sindri í 2.deildinni
Hún; Jú, auðvitað, er hann ekki á laugardaginn klukkan 14;00 á Ásvöllum ?
Hann; Mikið rétt & vissir þú að með sigri Hauka & hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum, þá geta Haukar bæði tryggt sér sæti í 1.deildinni á næsta tímabili og jafnvel unnið deildina
Hún; Frábært! Ég sé þig á vellinum, með allri fjölskyldunni!
Hann; Já, & þú veist að það er frítt á völlinn!
Langt & Mjöggott
Á laugardaginn næstkomandi er næst síðasti heimaleikur Hauka í 2.deildinni og afar mikilvægur en með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum geta þeir tryggt sér sæti í 1.deildinni á næsta tímabili og með gífurlegri heppni verða þeir kannski búnir að tryggja sér sigur í deildinni og því ætlum við Haukafólk að fjölmenna á völlinn. Mótherjar okkar á laugardaginn koma alla leið frá Höfn í Hornafirði, Sindri.
Sindra-menn eru í harðri fallbaráttu, en þeir eru með tveimur stigum fleiri en Magni og með jafn mörg stig og ÍH en með mun lakari markatölu, eða 16 mörk skoruðu og fengið á sig 51 mörk, en Sindra-menn hafa fengið lang flest mörkin á sig á tímabilinu, eða 14 mörkum fleiri en Magni.
Við getum enganveginn vanmetið Hornfirðinga, enda lauk fyrri leikur þessara liða með jafntefli, 1-1, eftir að Hilmar Rafn Emilsson hafði komið okkar mönnum yfir á 35. mínútu jafnaði hinn tvítugi Björn Pálsson, seint í seinni hálfleik. En þetta er einungis eina jafnteflið sem Sindri hefur gert í sumar.
Ekki er hægt að búast við að markamaskínan, Hilmar Rafn Emilsson, verði með um helgina en hann er enn að kljást við meiðsli sem hann hlaut fyrr í sumar. Yared Yedenskachew sem hefur horfið á braut og mun ekki leika fleiri leiki fyrir okkar menn í sumar, en hann hefur farið aftur til Bandaríkjana. Úlfar Hrafn Pálsson og Jónas Bjarnason hafa verið tæpir en verða vonandi með á laugardaginn.
Hjá Sindra er einn leikmaður í leikbanni, en það er hinn góðkunni Óskar G. Óskarsson.
Dómari leiksins verður Sigurður Óli Þórleifsson. Á þessari stundu er einungis búið að ákveða að Ægir Magnússon verði aðstoðardómari, en vonandi verður búið að redda öðrum aðstoðardómara fyrir leikinn. En Guðmundur Grétar Karlsson átti að vera aðstoðadómari en svo verður ekki, hvort einhvað hafi komið uppá, er ég ekki alveg maðurinn til að svara því, en auðvitað vonum við að svo sé ekki.. Sá sem mun hafa eftirlit af þessum skemmtilegum dómurum er enginn annar en Ingi nokkur Jónsson.
Hvað segir Haukaspáin ?
Haukaspáin spáir skúrum, það verður ágætur samt sem áður, ekki er búist við meiri vind en vanalega á Ásvöllum. Haukaspáin mælir því með að fólk komi í regnjakka með regnhlíf með sér. En það er samt einhvað sem segir Haukaspánni það að leikmenn, dómara og jafnframt áhorfendur geti losnað við rigninguna, en verið samt tilbúin!
Leikurinn HEFST kl: 14:00 & nú FJÖLMENNUM við á völlinn! En fyrir þá sem ekki vita þá hefur verið frítt á alla heimaleiki Hauka í sumar og verður engin breyting þar á, á laugardaginn!
ÁFRAM HAUKAR!