Haukarnir fara til Keflavíkur í kvöld, mánudaginn 23. mars og munu etja kappi við heimamenn í leik nr. II í úrslitakeppni Dominos deildar.
Keflvíkingar unnu fyrsta leikinn í Schenkerhöllinni eftir að Haukarnir höfðu leitt allan leikinn en það þurfti framlengingu til að knýja fram sigur. Haukarnir spiluðu ágætlega mesta hluta leiksins en vantaði smá þor og kraf í lokinn til að klára leikinn og Keflvíkingar gengu á lagið með sitt reynslumikla lið og stálu sigrinum.
Haukastrákarnir eru ákveðnir í því að ná aftur heimavallaréttindum og ná í sigur í Keflavík í kvöld og þurfa því stuðning frá pöllunum. Við hvetjum allt Haukafólk til að fá sér bíltúr á suðurnesin og styðja við bakið á strákunum í baráttunni.