Lele Hardy var í dag verðlaunuð fyrir að hafa verið valin besti leikmaður seinni hluta Dominosdeildar kvenna. Hún var að sjálfsögðu líka valin í úrvalsliðið.
Hún var líka valin best á fyrrihluta tímabilsins og því hægt að fullyrða að hún hafi án alls vafa verið besti leikmaður tímabilsins í deildinni.
En hún var með 27.0 stig (hæst í deildinni) að meðaltali í leik ásamt 19.5 fráköstum (hæst í deildinni), 5.0 stoðsendingar, 4.3 stolna bolta (hæst í deildinni) og með 35.2 framlagsstig (hæst í deildinni).