Lengjubikarinn hefst á morgun og mæta Haukar Íslandsmeisturum Grindavíkur í fyrsta leik liðsins í riðlakeppninni. Haukar sóttu góðan sigur á Selfoss í gær sem gaf liðinu ákveðið sjálfstraust en lið Grindavíkur er öflugt og hefur farið vel af stað í Domino’s deildinni. Það er því ljóst að verkefni Haukanna er stórt og klárt mál að þeir vilja sýna sig og sanna meðal þeirra bestu.
Leikurinn verður spilaður í Schenker-höllinni og hefst kl. 19:15. Sem fyrr verður grillið rifið fram og borgarar grillaðir frá kl. 18:30 og hvetjum við alla Haukamenn til að mæta, fá sér borgara og starta tímabilinu í Schenker-höllinni með stæl.