Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka fyrir nýliðið tímabil fór fram á miðvikudagskvöld að viðstöddum fjölda fólks. Þá voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr heiðraðar sem og þeir sem eru að kveðja Hauka eftir ötullt starf.
Hjá U-liðnu var Andri Scheving valinn besti leikmaður tímabilsins og Hjörtur Ingi Halldórsson valinn sá mikilvægasti. Hjá meistarflokki kvenna var Alexandra Líf Arnarsdóttir valinn efnilegust, Ragnheiður Sveinsdóttir valin mikilvægust og Hekla Rún Ámundadóttir valin besti leikmaður tímabilsins. Orri Freyr Þorkelsson var síðan valinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla, Grétar Ari Guðjónsson var valinn sá mikilvægsti og Heimir Óli Heimisson var útnefndur besti leikmaður tímabilsins.
Að lokum voru þeir leikmenn sem eru að kveðja Hauka heiðraðir fyrir starf sitt inná vellinum síðasliðin ár en þau Jón Þorbjörn Jóhannsson og Ramune Pekaskyte eru að leggja skónna á hilluna. Síðan var María Ines de Silva Peirreira þakkað fyrir hennar framlag en hún heldur til Þýskalands að spila nú í sumar. Einnig var Daníel Þór Ingason heiðraður en hann heldur til Danmerkur í atvinnumennsku í sumar.
Handknattleiksdeild þakkar leikmönnum, sjálfboðaliðum, styrktaraðilum og áhorfendum fyrir gott tímabili og hlakkar til að sjá öll aftur í Schenkerhöllinni á næsta tímabili. Áfram Haukar!