LOKAHÓF Haukagetrauna

Sigurvegari í Úrvalsdeild: Barcelona/Marinó

Það ríkti spenna og eftirvænting á lokahófi Haukagetrauna á laugardaginn þegar úrslit voru kynnt í Getraunaleiknum og Bikarnum. Úrslit urðu þessi:

Úrvalsdeild: 1. sæti Barcelóna með 46 stig – Marinó

Úrvalsdeild: 2. og 3. sæti Haukafeðgar og Arsenal með 45 stig – Anton Magnússon og Eiríkur Svanur

Bikar: 1. sæti Jambó með 13 rétta – Jón Björn

Bikar: 2. sæti Everton með 12 rétta – Eiríkur Sig

Bikar: 3. sæti DÍS með 11 rétta – Hafsteinn Geirsson

Áætlanir eru uppi um að stórefla getraunastarfið næsta vetur með markvissri kynningu og fjölbreyttari dagskrá getraunadagana. Fram kom að Haukjagetraunir eru í 6. sæti á landsvísu sem telst vera nokkuð gott.

Fjölmenni var á þessum lokadegi og skemmtu menn sér hið besta og nutu góðra veitinga.

Fyrirliðar í Bikarkeppni: Frá vinstri: Everton/Eiríkur, Jambó/Jón Björn, DÍS/ Hafsteinn