Mafer Contreras og Keri Birkenhead semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við tvo erlenda leikmenn sem munu spila með meistaraflokki kvenna í Lengjudeildinni í sumar.

Mafer Contreras er 22 ára miðjumaður og kemur frá Gvatemala. Hún spilaði i Citadel háskólanum í NCAA D1 og spilaði nýlega sína fyrstu landsleiki fyrir Gvatemala og skoraði þar sitt fyrsta landsliðsmark.

Keri Birkenhead er 22 ára sóknarmaður frá Bandaríkjunum. Hún spilaði í University of Illinois í Chicago í NCAA D1. Þar skoraði hún yfir 100 mörk á fjórum árum. Keri er virkilega öflugur leikmaður, ákveðin og kraftmikil.

Knattspyrnudeild Hauka býður þær Mafer og Keri innilega velkomnar í félagið!

Áður hefur verið tilkynnt um komu markvarðarins Emily Armstrong en hún spilaði með okkur sl. sumar.

 

Keri Birkenhead

Mafer Contreras