Magnaður sigur Hauka

Haukar fagna2Haukar unnu Keflavík örugglega í oddaleik á skírdag 96-79. Frábær liðsheild Hauka inni á vellinum og gríðarlega öflugur stuðningur Hauka áhorfenda skóp þennan sögulega sigur á reynslu miklu liði Keflavíkur. Sigurinn er sögulegur því Haukar hafa ekki síðustu 15 ár komist í 4 liða úrslit á Íslandsmóti í körfubolta. Þá eru Haukar annað liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir.
Frábær 6 mínútna kafli Hauka í 3.leikhluta þar sem Haukar skoruðu 23 stig á móti 2 stigum Keflavíkur var sá kafli í leiknum sem skóp öruggan sigur Hauka. Ungt lið Hauka þar sem flestir leikmenn liðsins eru 17-23 ára áttu allir góðan leik. Byrjunarlið Hauka, Emil Barja, Haukur Óskars, Kristinn Marinós, Alex Francis og Kári Jónsson átti allt frábæran leik þar sem Alex og Haukur voru stigahæstir, Kristinn var magnaður í vörninni sem og með gríðar mikilvægar 3 stiga körfur, Emil og Kári skiptust síðan á að stjórna leik Hauka eins og hershöfðingjar. Hjálmar, Kristinn J og Sigurður komu síðan inn af bekknum með góðan leik fyrir Hauka.

Á vefnum eru fjöldi greina á Karfan.is , Mbl.isLeikbrot.is , visi.is  um þennan frábæra leik og viðtöl við leikmenn Hauka.

Nú er næsta verkefni liðsins að spila við Tindastól næsta þriðjudagskvöld á Sauðárkróki. Tindastól á mjög erfiðan heimavöll að sækja heim og bíður því strákanna erfitt verkefni. Fyrsti heimaleikur Hauka í 4.liða úrslitum er á föstudagskvöld og þurfa Hauka strákar á jafn öflugum stuðningi áhorfenda Hauka til að sigra þann leik.

Áfram Haukar