Skyttan Maria Ines de Silva Perreira hefur samið við HSG BAd Wildungen Vipers sem leikur í efstu deild í Þýskalandi en liðið lenti í 11. sæti þýsku Bundesligunnar á nýloknu tímabili. Maria hefur verið einn af burðarrásum kvennaliðs Hauka síðustu 4 ár en með Haukum vann hún deildarmeistaratitilinn 2016. Hún hefur verið einn markahæsti leikmaður Hauka og deildarinnar öll þessi 4 ár sem hún hefur leikið í Haukatreyjunni. Haukar óska Mariu góðs gengis á nýjum vettvangi og þakka henni fyrir frábært samstarf síðastliðin 4 ár.