- Sæunn og Þórir Jóhann valin efnilegust
- Alexandra og Daníel Snorri knattspyrnufólk sumarsins
- Brynjar Viggós fór á kostum í veislustjórninni
- Hauka-pýramídi með Daníel á toppnum
Það var mikið fjör á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka sem fram fór í gærkvöldi í samkomusal félagsins á Ásvöllum. Brynjar Viggósson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Hauka, sá um veislustjórn og var æviráðinn í það hlutverk í lok kvöldsins.
Bestu leikmenn sumarsins að mati leikmanna voru þau Marjani Hing-Glover og Daníel Snorri Guðlaugsson.
Marjani skoraði sjö mörk í Pepsí deild kvenna í sumar og tvö mörk í Borgunarbikarnum og Daníel heillaði fólk með vinnusemi og dugnaði á miðjunni.
Sæunn Björnsdóttir og Þórir Jóhann Helgason voru valin efnilegust, Sæunn annað árið í röð.
Alexandra Jóhannsdóttir, sem hefur tekið þátt í fjölda verkefna með yngri landsliðum Íslands og var m.a. fyrirliði U19 landsliðs kvenna, og Daníel Snorri voru svo valin knattspyrnukona og knattspyrnukarl sumarsins en stjórn knattspyrnudeildar Hauka kemur að því vali.
Boðið var upp á fjölda skemmtiatriða og dýrindis kvöldverð sem Hauka-kokkurinn Sigþór Marteinsson annaðist.
Í lok kvöldsins var svo skellt í Hauka-pýramída með Daníel Snorra á toppnum.
Áfram Haukar!
Ljósm.: Karl Guðmundsson