Haukar og Fjölnir mættust á Ásvöllum í kvöld í 5.umferð 1.deildar karla. Um var að ræða annan heimaleik Hauka á tímabilinu. Leikurinn lauk með 0-0 jafntefli en bæði lið sköpuðu fá færi í leiknum.
Ágætis veður var á Ásvöllum í kvöld þó svo að það hafi ringt smá undir lok fyrri hálfleiks.
Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér það með marki. Leikurinn snérist við í seinni hálfleik og voru Fjölnismenn ívið betri aðilinn og undir lok leiksins sóttu þeir af miklu krafti en inn vildi boltinn ekki fara, þökk sé tveimur til þremur frábærum vörslum frá Daða Lárussyni.
Hilmar Rafn Emilsson var ekki í leikmannahóp Hauka vegna meiðsla og Ísak Örn Þórðarson snéri aftur inn í byrjunarliðið í hans stað, en Ísak hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna daga.
Næsti leikur Hauka er á útivelli gegn Gróttu á föstudaginn klukkan 20:00 og hvetjum við alla til að fjölmenna á þann leik.
Viðtöl við leikmenn Hauka og liðstjórana tvo mun birtast á Facebook síðu Hauka í kvöld eða í fyrramálið.