Martin Søreide og Sander Jonassen Forø til Hauka.

Martin Søreide og Sander Forø eru 21 árs gamlir og koma þeir frá norska félaginu Ull/Kisa. Martin spilar sem miðjumaður og Sander spilar sem miðjumaður og getur einnig leyst sóknarstöðurnar.

Báðir hafa þeir verið viðlogandi meistaraflokkinn hjá Ull/Kisa áður en allt fór í lás þar í landi og eru þeir spenntir að koma til Íslands og spila aftur fyrir gamla þjálfaran sinn, Igor Bjarna Kostic. Martin hefur spilað 13 leiki með Ull/Kisa og Sander hefur leikið 4 leiki, en Ull/Kisa spilar í næstefstu deild þar í landi.

Fredrik Vestgård íþróttastjóri Ull/Kisa segir í viðtali á heimasíðu félagsins að þetta sé frábært tækifæri fyrir drengina að prófa nýtt umhverfi og þróast sem knattspyrnumenn og hjálpa Haukum um að berjast um sæti í Lengjudeildinni að ári.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagna nýjum samningum við Martin og Sander og bjóðum þá hjartanlega velkomna í félagið.

Viðtal við strákana á heimasíðu Ull/Kisa: https://www.ullkisafotball.no/nyheter/klare-for-islandsk-fotballeventyr

Martin Søreide – Mynd: Hulda Margrét

Sander Jonassen Forø – Mynd: Hulda Margret