Strákarnir okkar töpuðu 31-27 á Ítalíu í dag fyrir Torggler Meran og hafa þar með lokið þátttöku í Evrópukeppninni þetta tímabil.
Ítalarnir skoruðu fyrsta markið og eftir um 10 mín. leik var staðan 6-5 fyrir heimamenn. Ítalir skoruðu næstu fjögur, 10-5 þegar fyrir hálfleikur var hálfnaður. Í hálfleik var staðan 17-12 fyrir Torggler Meran og útlitið ekki gott fyrir okkar menn.
Í seinni hálfleik söxuðu Haukar á forskot ítalanna og þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður jöfnuðu strákarnir okkar 23-23. Það dugði þó ekki til, mikil orka fór í að vinna upp forskotið og heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og sigu aftur framúr. Lokatölur 31-27 fyrir Torggler.
Þar með var Evrópuævintýrinu lokið hjá strákunum okkar þennan veturinn. Leitt að þeim tókst ekki að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt í Evrópukeppninni. Strákarnir okkar hafa spilað átta Evrópuleiki þetta haustið og reynslan úr þeim fer beint í reynslubankann og á örugglega eftir að nýtast í framtíðinni.