Næsta föstudag, 20. febrúar 2015, ætlum við að hittast á léttu skemmtikvöldi í veislusalnum á Ásvöllum. Húsið opnar kl 20:00 og í boði verða léttar veitingar. Bjór miðarnir sígildu eru í fullu gildi ef menn eiga afgang frá árgangamótinu. Í boði er líka léttleikandi dagskrá sem verður kynnt síðar.
Mikil og góð stemmning var á síðasta skemmtikvöldi og því full ástæða til að endurtaka leikinn.
Við minnum síðan á leik meistaraflokks í lengjubikarnum á sunnudag í Reykjaneshöll.