Meistaraflokkarnir á útivelli í kvöld

Meistaraflokkar Hauka verða á ferð og flugi í kvöld en bæði karla og kvennalið félagsins eiga leiki í dag.

Mynd: Hilmar Trausti og félagar verða í eldlínunni í kvöldstefan@haukar.is

Strákarnir heimsækja Fjarðarbyggð á Eskifjarðarvelli kl. 18.00 í sannkölluðum stórleik. Fjarðarbyggð eru í 2. sæti með 22 stig á meðan Haukar eru í 3. sæti með 21.

Stelpurnar okkar skreppa upp á Skaga og mæta heimasætum í ÍA. Hefst leikur þeirra kl. 20.00. Haukastelpur eru á toppnum í riðlinum með 24 stig á meðan Skagastelpur eru í næst neðsta sæti með 6 stig.

Áfram Haukar!