Melissa Garcia hefur samið við knattspyrnudeild Hauka um að spila með meistaraflokki kvenna í Lengjudeildinni í sumar.
Melissa, sem er sóknarmaður og getur leikið flestar stöður fremst á vellinum, kemur til Hauka frá Heidelberg United FC í Ástralíu en hún hefur áður leikið með bandarísku liðunum Strikers FC og LA Galaxy.
Melissa kveðst vera mjög spennt að ganga til liðs við Hauka. ,,Ég hef fengið mjög góðar móttökur og ég vona að ég geti hjálpað liðinu að vinna sem flesta leiki og enda á toppi deildarinnar.“
Hún kom til landsins í byrjun júní og dvaldi í sóttkví heima hjá Jóni Birni Skúlasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og fjölskyldu hans sem hún lauk þann 18. júní. ,,Ég er mjög þakklát Jóni og hans fjölskyldu að sjá um mig í sóttkvínni og gera sannarlega það besta í stöðunni.“
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka býður Melissu innilega velkomna í Hauka!