Fjórir leikmenn í knattspyrnudeild Hauka hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum með yngri landsliðum kvenna sem fara fram í lok janúar.
Mikaela Nótt Pétursdóttir var valin í U19 ára landslið Íslands, Berglind Þrastardóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir í U17 ára landsliðið og Vala Björk Jónsdóttir í U16 ára landsliðið.
Þær Berglind, Elín og Mikaela eru allar fæddar árið 2004. Elín og Mikaela eiga nú þegar að baki yfir 20 leiki með meistaraflokki kvenna í Íslandsmóti og bikarkeppni og Berglind 14 leiki. Þá spilaði Vala, sem er fædd árið 2005, sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk kvenna á dögunum en um var að ræða æfingaleik.
Knattspyrnudeild Hauka óskar stúlkunum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis.

Mikaela Nótt Pétursdóttir. Ljósm. Hafliði Breiðfjörð

Berglind Þrastardóttir. Ljósm. Hulda Margrét

Elín Klara Þorkelsdóttir. Ljósm. Hulda Margrét

Vala Björk Jónsdóttir