Deildarkeppnir meistaraflokka í handbolta eru við það að klárast og er því mikið um að vera fyrir Haukaliðin 3 um helgina en öll eru þau í efri hluta deilda sinna. U-liðið á leik á morgun, föstudag, kl. 18:00 en þá halda þeir í Laugardalshöll og etja kappi við Þrótt en fyrir leikinn eru liðin í 2. og 3. sæti Grill 66 deildar karla. Með sigri í leiknum tryggja Haukastrákarnir 2. sætið í deilinni sem er frábær áragur fyrir hið unga Haukalið.
Á laugardaginn er svo komið að Olís deildar liðunum en Haukastelpurnar fara í heimsókn í Safamýrina og spila við Fram en stelpurnar er í baráttu um 3. sæti deildarinnar og því til mikils að vinna fyrir þær í leiknum sem hefst kl. 14:00. Stuttu eftir kvennaleikinn er svo komið að meistarflokki karla en þeir fá Aftureldingu í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 16:30. Strákrnir eru í efsta sæti deildarinnar með 3 stiga forskot á Selfoss þegar að 3 leikir eru eftir og með sigri geta þeir því komist nær deildarmeistaratitlinum.
Það er því mikið um handboltaleiki fyrir Haukafólk næstu daga og um að gera að fjölmenna á þessa leiki í rauðu. Áfram Haukar!