Haukastelpur gerðu góða ferð á Selfoss í dag þegar þær unnu sprækar heimastúlkur 16 – 20 en staðan í leikhlé var 4 – 8. Haukar náðu mest 7 marka forskoti í leiknum en það var öðru fremur góður varnarleikur sem skóp þetta forskot. Sóknarleikur liðisins var á köflum ekki nógu góður en þær bættu það upp með mögnuðum varnarleik. Marija Gedroit var atkvæðamest í markaskoruninni og skoraði 11 mörk þrátt fyrir að vera tekin úr umferð stóran hluta leiksins. Sólveig átti líka fínan dag í marki Hauka og varði alls 21 skot og má segja að þessi sigur hafi unnist á frábærri vörn og markvörslu.
Áfram Haukar!