Mikilvægur leikur hjá mfl. karla í knattspyrnu á laugardaginn

HaukarMfl. karla í knattspyrnu leikur á móti Völsungi, Húsavík, á útivelli á laugardaginn kl. 14:00. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Haukana þar sem þeir eiga möguleika á því að komast upp í Pepsí deildina með sigri.

Baráttan um tvö efstu sætin er hörð en það eru fjögur lið sem eru í baráttunni um þessi tvö eftirsóttu sæti. Haukar sitja í fjórða sætinu fyrir síðustu umferðina með 39 stig eins og liðin í öðru og þriðja sæti en með óhagstæðara markahlutfall.

Möguleikarnir eru samt töluverðir, leikur við lið sem þegar er fallið og tapaði með 16 marka mun á móti Víkingum í síðustu umferð og því þurfa Haukarnir að blása til sóknar og rifja upp leikinn á móti Snæfelli, þar sem þeir settu markamet.

Liðin fyrir ofan eiga líka erfiða leiki fyrir höndum, Grindavík mætir KA á heimavelli, Fjönir mætir Leiknir á heimavelli og svo er Reykjavíkurslagur er Víkingur mætir Þrótti á útivelli.