Í kvöld, sunnudaginn 19. febrúar, koma Njarðvíkingar í heimsókn í Schenkerhöllina og hefst leikurinn kl. 19:15.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Haukaliðið, en liðið er sem stendur í harðri fallbaráttu og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.
Liðið tapaði illa í síðasta leik á móti ÍR á útivelli og eru allir staðráðnir í því að bæta fyrir þann leik en Haukaliðið spila sinn versta leik á tímabilinu, þar sem bæði sóknar- og varnarleikur liðsins var í molum.
Nú þurfa allir að mæta ákveðnir til leiks, hafa gaman að því að spila leikinn, hvetja hvorn annan áfram og sýna samstöðu inná vellinum.
Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á þennan mikilvæga leik og hvetja strákana áfram og styðja þá í baráttunni. Mætum snemma, verjum með jákvæðan stuðning.
Áfram Haukar.